Drónaskot af miðbænum í Reykjavík

Bergey

Framsækið fasteignafélag með áherslu á atvinnueignir á höfuðborgarsvæðinu

Eignasafn félagsins samanstendur af vel staðsettu og nýlegu verslunar- og veitingahúsnæði, hótelum, húsnæði fyrir heilbrigðisstarfssemi og iðnaðarhúsnæði. Á bak við Bergey stendur öflugur hópur með víðtæka reynslu af fasteignaþróun með metnaðarfull áfom um vöxt félagsins. Markmið félagsins er að verða leiðandi afl í fasteignaþróun og fyrsta val leigutaka í atvinnustarfssemi.

Eignasafn

Við kappkostum að vinna með traustum leigutökum með sterk vörumerki

Okkar nálgun

Ný sýn á fasteignaþróun

Blásum nýju lífi í rótgróna byggð, eflum frumkvöðlastarf, virkjum öflugt net samstarfsaðila og höfum framsýni að leiðarljósi.

Metnaður
Okkar sýn er að vera framsýnt fasteignafélag sem tekur þátt í þeim gríðarlegu tækifærum sem eru framundan á Íslandi með áherslu á atvinnueignir á höfuðborgarsvæðinu og ferðaþjónustutengdan iðnað um land allt
Tengslanet og reynsla
Innan hópsins höfum við víðfeðmt tengslanet byggingaverktaka, arkitekta, húsgagnaframleiðenda, erlendra hótel- og verslanakeðja auk frumkvöðla úr ýmsum áttum
Vinnum með frumkvöðlum
Við vinnum með frumkvöðlum og aðstoðum þá í að koma sér af stað með rekstur í eignum okkar. Í sumum tilfellum sjáum við fyrir okkur ákveðinn rekstur í eignunum og finnum frumkvöðlana til að fara í verkefnið með okkur
Ný sýn á fasteignaþróun
Við sjáum tækifæri þar sem tækifærin eru ekki alltaf augljós og þróum í þeim verðmætar eignir til framtíðar. Við trúum því að stærstu tækifærin felist í að finna eldri byggingum nýjan tilgang og nýta þær vel
  • Magnús Berg Magnússon

    Stjórnarformaður

    magnus@bergey.is

  • Torfi G Yngvason

    Viðskiptaþróun

    torfi@bergey.is

  • Jónas Pétur Ólason

    Framkvæmdastjóri

    jonas@bergey.is