OTO er veitingastaður í hjarta Reykjavíkur við Hverfisgötu 44. Matseðillinn er innblásinn af matargerð Japans og Ítalíu. Réttirnir eru vandlega gerðir til að skapa einstaka matreiðsluupplifun. Staðurinn opnaði sem Oto árið 2023 og rúmar 60 manns í sæti en mikið hefur verið lagt í útlit og hönnun staðarins sem HAF Studio hannaði. Á bak við veitingastaðinn standa kokkalandsliðsmaðurinn Sigurður Laufdal og Viggó Vigfússon.
Árið 2024 hlaut OTO hina eftirsóknarverðu Michelin viðurkenningu en á vef Michelin segir: „Skemmtilegur, lifandi og ferskur staður sem býður upp á eitthvað nýtt og spennandi í reykvískri matarmenningu. OTO er einn heitasti staðurinn í bænum þökk sé líflegri stemningu og blöndu af ítalskri og japanskri matarhefð.“
Bókaðu borð á OTO hér: OTO Restaurant