Að Einhellu 4 í Hafnarfirði eru Snjallgeymslur ehf. til húsa. Snjallgeymslur leigja út hágæða geymslur til viðskiptavina sinna, en geymslurnar eru í mörgum stærðum allt frá 1.4 m2 upp í 16 m2.
Aðgengi er stýrt með snjallvænni aðgangsstýringu og hver geymsla er búin stafrænum lás sem opnast með persónulegum kóða viðskiptavinar, eða með opnun í gengum snjallforrit.
Rúmgóður 100 m2 salur er á neðri hæð húsnæðisins þar sem auðvelt er að lesta eða losa bíla stóra sem smáa, en á efri hæð eru rúmlega 250 geymslur fyrir viðskiptavini.
Fyrir upplýsingar um verð, stærðir og bókanir er hægt að skoða heimasíðu Snjallgeymslna: www.snjallgeymslur.is
Á jarðhæð eru 18 iðnaðarbil í útleigu til ýmissa fyrirtækja. Öll rýmin eru útleigð.