Snorrabraut 54
101 Reykjavík

Við Snorrabraut 54 stendur ein af perlum Reykjavíkur, gamla Mjólkurstöðin. Árið 1930 byggði Mjólkurfélag Reykjavíkur húsið eftir teikningum Einars Erlendssonar húsameistara en hann þykir vera einn af brautryðjendum í íslenskri byggingarlist. Húsið á sér merkilega sögu en á eftir Mjólkurfélaginu var þar um árabil Osta- og Smjörsalan. Þá hóf fyrsta frjálsa útvarpsstöð landsins, Bylgjan, útsendingar í húsinu og síðar voru þar höfuðstöðvar nýsköpunarfyrirtækisins OZ.

Húsið er í umbreytingarferli þar sem því verður breytt í 23 herbergja íbúðahótel sem tekur mið af sögu hússins og lyftir því til vegs og virðingar á ný.

Fermetrar
1100 fm²
Byggingarár
1930