Monkeys Food & Wine
Klapparstígur 28-30

101 Reykjavík

Klapparstígur 30 er sögufræg bygging í miðborg Reykjavíkur. Þar var eitt sinn verslunin Vaðnes sem kaupmaðurinn Jón Jónsson rak, en þekktust er byggingin fyrir hinn goðsagnakennda skemmtistað Sirkus. Samhliða uppbyggingu reitsins sem kenndur er við Hjartagarðinn árið 2019 var húsið endurbyggt og tengt inn í Klapparstíg 28.

Þar er nú einn glæsilegasti veitingastaður landsins, Monkeys Food and Wine auk Kokteilbarsins. Á Monkeys geta gestir notið svokallaðrar Nikkei matreiðslu, þar sem japanskar martreiðsluhefðir blandast við perúískar og úr verður mikið úrval spennandi smárétta. Á bak við Monkeys og Kokteilbarinn er þaulreynt fagfólk með áratugareynslu af rekstri veitingastaða. Við mælum með heimsókn á Klapparstíg.

Bókaðu borð á Monkeys.is

Fermetrar
634 fm²
Byggingarár
2019